Velkomin!

Skeggi er rekin af vestfirskum systrum sem elska að skapa eitthvað fallegt, hvort sem það er í formi matar eða hluta. Kristín og Margrét eru allar aldar upp á Þingeyri við Dýrafjörð þar sem sjórinn gutlar við fjöruborðið og fjöllin eru tignarleg og umlykjandi. Þrátt fyrir að hafa flutt á höfuðborgarsvæðið á unglingsárunum eru tengslin vestur alltaf sterk. Nafnið Skeggi kemur einmitt að vestan en fjallið Skeggi stendur fyrir ofan bernskuheimili pabba Margrétar og Kristínar.

Skeggi hóf göngu sína árið 2013 sem lítið hönnunarfyrirtæki og vefverslun. Eftir að hafa legið í smá dvala er nú búið að dusta rykið af honum. Markmið Skeggja er að miðla skemmtilegum, fróðlegum og jákvæðum hlutum, því sem eflir andann og léttir lífið….nokkurs konar hvatningamiðill. Og ekki síður okkar leið til að fá útrás fyrir sköpunarþörfina.

Kristín er menntaður leikskólakennari og er með diplóma í markaðsfræði frá Kaupmannahöfn. Hún býr í Laugardalnum með eiginmanni og er móðir þriggja barna. Kristín elskar að rækta og hlúa að gróðri. Henni líður best með fingurnar í mold og umvafinn grænu. Hún hefur einnig mikinn áhuga á hugleiðslu og jóga. Hundurinn Dimma skipar líka stóran sess í lífi fjölskyldunnar ásamt dísargauknum Baltasar.

Margrét er rithöfundur, grunnskólakennari og listfræðingur. Hún býr í Vogahverfinu með eiginmanni og tveimur sonum. Margrét elskar að vera úti í náttúrunni og langir göngutúrar með hundinum Tinna eru uppáhalds. Hún hefur mikinn áhuga á hönnun, myndlist og hvers kyns sköpun. Góður matur í góðum félagsskap er einnig ofarlega á lista.

Við stefnum á að fjalla um jákvæða hluti, hafa gaman af lífinu og bjóða upp á fallega hluti til sölu í vefverslun Skeggja.

Ást & friður

Kristín og Margrét