Gleðilegan Eurovision dag. Við elskum öll tilefni til þess að gera okkur glaðan dag og Eurovision er svo sannarlega gott tilefni. Þar sem von er á gestum í kvöld og nammipottur í boði ákváðum við að græja Júró – bingó. Þetta skýrir sig svo sem sjálft en kallar auðvitað á að athyglin sé á öllum atriðum 😉

Hér koma spjöldin tilbúin til útprentunar. Þetta eru 30 spjöld sem raðast 2 og 2 saman á A4 blað. Athugið að óþarfi er að prenta út fyrstu tvö blöðin í skjalinu….það eru bara reglur og svo blað með öllum setningunum. Svo er auðvitað hægt að prenta bara það sem þarf eftir því hversu mörgum gestum þið eigið von á.

Góða skemmtun!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *