Warning: Missing argument 2 for wpdb::prepare(), called in /home/skeggiis/domains/skeggi.is/public_html/wp-content/plugins/ninja-forms/includes/display_functions.php on line 11 and defined in /home/skeggiis/domains/skeggi.is/public_html/wp-includes/wp-db.php on line 1210

Skeggi í Arnarfirði

Skeggi er hugarfóstur tveggja systra, Kristínar Rögnu og Margrétar Sigrúnar Höskuldsdætra.

 

Kristín er leikskólakennari og er einnig með AP. degree í Marketing Management frá Vitus Bering háskólanum í Horsens.

Margrét er grunnskólakennari og listfræðingur með MSc. gráðu í listfræði frá háskólanum í Edinborg.

 

Nafnið Skeggi kemur frá fjalli í Arnarfirði, þaðan sem við eigum ættir að rekja. Fjallið Skeggi er í senn ægifagurt og ógnvekjandi og frá því streymir orka.

 

Hugmyndin með Skeggja er að selja það handverk sem við erum að búa til.

 

Skeggi leggur áherslu á fallega og vandaða hluti, hluti sem gleðja augað og hafa hugsanlega eitthvað notagildi. Fátt af því sem hér mun finnast er fjöldaframleitt og hver hlutur einstakur.

 

Vörurnar frá Skeggja fást í Fiðrildinu-Beroma og Púkó&Smart.

 

Við vonumst til að eiga ánægjuleg viðskipti við ykkur og ekki hika við að hafa samband.

 

 

Kristín & Margrét

skeggi@skeggi.is