Warning: Missing argument 2 for wpdb::prepare(), called in /home/skeggiis/domains/skeggi.is/public_html/wp-content/plugins/ninja-forms/includes/display_functions.php on line 11 and defined in /home/skeggiis/domains/skeggi.is/public_html/wp-includes/wp-db.php on line 1210

Afhending og sendingakostnaður

Vörur sem pantaðar eru úr vefversluninni eru afhentar innan 2 – 4 virkra daga.

Hægt er að fá sent með pósti á kostnað kaupanda, sækja til okkar eftir samkomulagi og í sumum tilfellum bjóðum við upp á fría heimsendingu. Í þeim tilfellum er það tekið fram í upplýsingum um vöruna.

Vörur sem pantaðar eru á föstudegi eru í fyrsta lagi afgreiddar á mánudegi.

Skeggi ábyrgist ekki vörur eftir að þær hafa verið póstlagðar t.d. ef sending glatast eða skemmist í höndum póstsins.

Óski viðskiptavinur eftir því að sending verði send í ábyrgð þarf hann að óska sérstaklega eftir því.

 

Greiðslumáti

Í augnablikinu er eingöngu hægt að greiða með bankamillifærslu. Bankaupplýsingar koma fram þegar gengið hefur verið frá pöntun en pöntun telst ekki tilbúin fyrr en staðfesting á greiðslu hefur borist.

Verð er gefið upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti. Verð getur breyst án fyrirvara og er birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

 

Skilafrestur

Hægt er að skila vörum í upprunalegu ástandi innan 15 daga og skipta í aðra vöru eða fá inneignarnótu. Framvísa verður greiðslukvittun. Ef varan er gölluð fæst hún endurgreidd að fullu. Sendingarkostnaður greiðist af viðtakanda nema ef um gallaða vöru er að ræða. Einnig er hægt að koma á staðinn og skila vörunni.

 

Skilmálarnir teljast samþykktir af hálfu viðskiptavinar þegar viðskipti hafa átt sér stað á milli kaupanda og seljanda.

 

Skeggi

Heimilisfang: Skaftahlíð 8 / Sporðagrunn 12
skeggi@skeggi.is
Sími: 6901823 / 6597536